Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra

Leitað er að öflugum verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi eystra. Verkefnið er samstarf SSNE og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða og er ráðið tímabundið til tveggja ára.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virkt samráð við sveitarfélögin á Norðurlandi eystra og alla þjónustuveitendur farsældar á svæðinu með það fyrir augum að koma á svæðisbundnu farsældarráði.
  • Móta verkferla og verkáætlun fyrir verkefnið með það að markmiði að fyrir lok tímabilsins hafi svæðisbundið farsældarráð tekið til starfa og unnin hafi verið fyrsta áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára.
  • Halda utan um störf svæðisbundins farsældarráðs, boða fundi þess og bera ábyrgð á frágangi og skilum á afurð þess til allra sveitarstjórna í landshlutanum.
  • Hafa yfirsýn yfir þjónustu er varðar börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu þeirrar starfsemi er þau varðar.
  • Vera tengiliður SSNE við samráðsvettvanginn Öruggara Norðurland eystra.
  • Taka þátt í mótun tengslanets farsældarmála milli landshlutasamtaka sveitarfélaga.
  • Vinna önnur þau verkefni sem framkvæmdastjóri SSNE felur viðkomandi og falla að tilgangi verkefnisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi í samræmi við verkefnalýsingu.
  • Viðbótarnám í greinum tengdum farsældarmálum kostur.
  • Starfsreynsla á sviði félags-, skóla- og/eða barnaþjónustu.
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.
  • Lausnamiðuð hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing birt15. september 2024
Umsóknarfrestur29. september 2024
Staðsetning
Hafnarstétt 3, 640 Húsavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar