

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Verkefnastofa Landspítala leitar að öflugum og framsýnum verkefnastjóra til að leiða fjölbreytt verkefni með áherslu á tæknileg- og stjórnsýslutengd verkefni. Verkefnastofa er í fararbroddi í umbótarstarfi spítalans og stýrir m.a. innleiðingu á stafrænum lausnum, umbótaverkefnum, vinnustofum o.fl. Teymið vinnur þvert á allan spítalann og styður stjórnendur og annað starfsfólk m.a. við að bæta þjónustu við sjúklinga, bæta vinnuumhverfi og draga úr sóun. Ef þú hefur áhuga á að hafa áhrif og stýra verkefnum sem móta heilbrigðisþjónustu framtíðar á Íslandi, þá gæti þetta verið starf fyrir þig. Starfið er laust skv. samkomulagi og ráðið er í starfið til 1 árs.
Við leitum að einstaklingi
-
með staðfesta reynslu í faglegri verkefnastjórnun
-
með framúrskarandi leiðtogahæfileika og getu til að veita þverfaglegum teymum innblástur
-
með framúrskarandi samskiptahæfileika og getu til að vinna þvert á flóknar skipulagsheildir
-
með vaxandi hugarfar og metnað fyrir sí- og endurmenntun sem styður við uppbyggingu einstaklings sem og verkefnastofu sem heild
-
sem sýnir frumkvæði í verki, drifkraft og lausnamiðaða hugsun
-
með mikla greiningarhæfni og tæknilæsi
- Háskólamenntun á sviði verkefnastjórnunnar eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. verkfræði
- Reynsla í að stilla upp og vinna með árangurmælikvarða er kostur
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Enska
Íslenska

























































