Origo hf.
Origo hf.
Origo er nýsköpunarfyrirtæki sem veitir þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Origo á rætur sínar að rekja allt til ársins 1899, frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í áranna rás. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Viðskiptavinir Origo eru yfir 30.000 talsins er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja, opinberra aðila og einstaklinga á Íslandi. Hjá Origo starfa yfir 500 manns heima og að heiman. Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram. Saman breytum við leiknum! 
Origo hf.

Verkefnastjóri

Þjónustulausnir Origo leita að verkefnastjóra með menntun og reynslu af verkefnastýringu í upplýsingatækni. Viðkomandi kemur til með að vinna náið með starfsfólki Origo og viðskiptavinum, leiða verkefnaskrár viðskiptavina og Origo ásamt því að stýra innri og ytri verkefnum. Þá felur starfið einnig í sér þátttöku í umbóta- og framþróunarstarfi verkefnastjórnunar innan Origo.

Þjónustulausnir sjá um rekstrar innviði fjölmargra stærri fyrirtækja á Íslandi. Við rekum netkerfi, vefþjóna, gagnaver og skýjalausnir. Við erum einnig með fjölda vettvangssérfræðinga sem sinna þjónustu við tæknibúnað um allt land.

Helstu viðfangsefni

 • Framkvæma greiningu á umfangi verkefna
 • Útbúa verkefnisáætlanir
 • Leiða hóp sérfræðinga við framkvæmd verkefna
 • Frágangur og lúkning verkefna
 • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini

Hæfniskröfur

 • Menntun í verkefnastjórnun (MPM, MSc)
 • Vottun eða námskeið í verkefnastjórnun (IPMA, PMP, APME, Annað)
 • Reynsla af verkefnastýringu á sviði upplýsingatækni
 • Reynsla af breytingastjórnun
 • Reynsla af innleiðingu kerfa frá þarfagreiningu til verkloka

Gott að hafa

 • Tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Grunnþekkingu á netþjónum (Windows eða Linux), netkerfum, skýja umhverfum, eða önnur tæknileg þekking sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Framúrskarandi vinnuaðstaða
Frábær velferðar-og heilsustefna
Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.
Öflugt félagslíf og mikill sveigjanleiki
Líkamsrækt og æðislegt mötuneyti
Auglýsing stofnuð14. september 2023
Umsóknarfrestur24. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.