Isavia
Isavia
Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu og leggur grunn að öflugum flugsamgöngum á Íslandi. Isavia ohf. annast uppbyggingu og rekstur Keflavíkurflugvallar. Dótturfélög þess Isavia ANS og Isavia Innalandsflugvellir reka annars vegar flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims og hins vegar öflugt net innanlandsflugvalla á Íslandi. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi hjá öllum þeim sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði
Isavia

Verkefnastjóri á sviði stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

Ert þú umbótamiðaður einstaklingur, með framúrskarandi samskiptahæfni og brennandi áhuga á stafrænum og snjöllum lausnum? Nú bætum við enn frekar í teymi verkefnahúss stafrænnar þróunar og upplýsingatæknisviðs, og leitum við nú að kraftmiklum verkefnastjóra sem býr yfir miklum metnaði til að verkefnastýra fjölbreyttum og krefjandi verkefnum með faglega verkefnastjórnun að leiðarljósi. Ef þú hefur metnað og kraft til þess að leiða verkefni og teymi til árangurs, þá erum við að leita af þér!

Verkefnahúsið er nýlega stofnuð starfseining á sviðinu og hefur það hlutverk að móta, byggja upp og leiða verkefnastjórnunarumhverfi sviðsins, ásamt því að stýra verkefnum og veita stuðning er varða innleiðingu nýrra tæknilausna jafnt innan sviðsins sem og þvert á allt fyrirtækið.

Starfið felur í sér þátttöku í mótun og uppbyggingu verkefnaumhverfis, verkefnastýringu verkefna sem fela meðal annars í sér innleiðingu tæknilausna, undirbúning og greiningarvinnu, þróun ferla og val á tæknilausnum.

HELSTU VERKEFNI

  • Stýra fjölbreyttum verkefnum samkvæmt aðferðafræði verkefnastjórnunar þvert á starfsemi Isavia.
  • Leiða undirbúning, greiningarvinnu, þróun ferla, og innleiðingu tæknilausna í samstarfi við rekstrareiningar Isavia.
  • Þátttaka í mótun og uppbyggingu verkefnaumhverfis á sviðinu.
  • Veita verkefnastjórnunarlega ráðgjöf við innleiðingu tæknilausna.
  • Kynningar og framsetning efnis og gagna, ásamt utanumhald hagsmunaaðila.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, vottun á sviði verkefnastjórnunar er kostur.
  • Góð þekking og reynsla á sviði verkefnastjórnunar, kostur ef á upplýsingatæknisviði
  • Brennandi áhugi á faglegri verkefnastjórnun, og mikil hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
  • Þekking og reynsla af úrbótavinnu með þverfaglegum teymum
  • Reynsla af innleiðingu tæknilausna er kostur.
  • Frumkvæði og kraftur til að leiða verkefni og teymi til árangurs.
  • Greiningarfærni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. 

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um. 

Auglýsing stofnuð6. júní 2023
Umsóknarfrestur15. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.