Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri á skrifstofu skipulagsfulltrúa

Umhverfis- og skipulagssvið auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Um er að ræða fjölbreytt starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi þar sem teymisvinna, nýsköpun og framsækni er höfð að leiðarljósi. Á skrifstofunni starfar kraftmikið og hugmyndaríkt teymi með brennandi áhuga á margþættri skipulagsvinnu og borgarþróun. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast hverfisskipulagi, deiliskipulagi, þróun byggðar, loftslagsmálum, landslagi og lýðheilsu. Við leitum að einstaklingi með áhuga á margþættri skipulagsvinnu og borgarþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnisstjórn og teymisvinna í fjölbreyttum verkefnum sem varða skipulag byggðar, opinna svæða og borgarumhverfis.
  • Greiningarvinna og undirbúningur skipulagsgerðar í borgarhverfum.
  • Samskipti, upplýsingagjöf, ráðgjöf og samráð, við íbúa, skipulagsráðgjafa og aðra hagaðila.
  • Ýmis tilfallandi verkefni tengd skipulags- og umhverfismálum borgarinnar sem falla undir verksvið skrifstofunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í arkitektúr, landslagsarkitektúr eða skipulagsfræðum. Löggilding er kostur.
  • Rík þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð, framtakssemi og frumkvæði.
  • Þekking og reynsla af skipulagsgerð og málsmeðferð skipulagsáætlana.
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
  • Reynsla í opinberri stjórnsýslu og þekking á lagaumhverfi er kostur.
  • Færni í notkun á algengum hugbúnaði og þekking á hönnunar-, umbrots-, og teikniforritum.
  • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 skv. samevrópskum matsramma fyrir tungumálakunnáttu.
Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar