
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði
Borgarbyggð auglýsir eftir verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Leitað er að drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Verkefnastjóri sér um utanumhald verkefna sem snúa að skipulags- og umhverfismálum. Undir það fellur m.a. undirbúningur fyrir grenndarkynningar, útgáfa framkvæmdaleyfa og umsjón lóðamála.
Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka á umsóknum í gegnum þjónustugátt Borgarbyggðar, yfirferð fylgiskjala og utanum hald ásamt samskiptum við hönnuði og/eða eigendur.
Útbúa grenndarkynningargögn og senda á umsagnar- og hagsmunaaðila.
Umsjón lóðarmála m.a. samningar og yfirumsjón með innmælingum á lóðum.
Umsjón með auglýsingum er varða skipulagsmál.
Aðkoma að óverulegum breytingum á deiliskipulögum og framkvæmdaleyfum.
Önnur tilfallandi verkefni á sviðinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af teikniforritum á borð við Microstation eða Autocad.
Þekking á opinberri stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga æskileg.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæði í störfum, faglegur metnaður, frumkvæði og góð skipulagshæfni.
Rík þjónustulund.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Reikningagerð
Íslenska gámafélagið Reykjavík 30. júní Fullt starf

Sumarafleysingar í bókhaldi
Penninn Reykjavík 7. júní Sumarstarf

Viðurkenndur bókari / bókari með reynslu
Capacent ehf Kópavogur Hlutastarf

Private Jet Operations Specialist
Icelandair Reykjanesbær 31. maí Fullt starf

Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf. Reykjavík 9. júní Fullt starf

Þjónustufulltrúi
Deluxe Iceland Hafnarfjörður 12. júní Fullt starf

FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir
Ferðaland Reykjavík Fullt starf

Deildarstjóri vinnuöryggis- og heilsuverndar
Isavia Reykjanesbær 4. júní Fullt starf

Aðalbókari
Sveitarfélagið Vogar Vogar 6. júní Fullt starf

Skrifstofu- og rekstrarstjóri á lögmannsstofu
Novum lögfræðiþjónusta Reykjavík 7. júní Fullt starf (+1)

Skrifstofustjóri Ártúnsskóli
Ártúnsskóli Reykjavík 7. júní Hlutastarf

Technical Records Filing Agent - Production Planning
Icelandair Reykjanesbær 5. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.