Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin orðin átta talsins í sex sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum. Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Hrafnista leitast við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki. Ef þú hefur áhuga á að komast í Hrafnistuhópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.
Hrafnista

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Skógarbær

Hrafnista Skógarbæ óskar eftir að ráða til sín verkefnastjóra á hjúkrunardeild í 100% starfshlutfall.

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild vinnur náið með deildarstjórum og forstöðumanni og sinnir vaktaskýrslugerð sem og fjölbreyttum verkefnum sem til falla á deildunum og heimilinu öllu.

Við leitum að jákvæðum, sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í skemmtilegu og lifandi umhverfi.

Leitað er að aðila sem getur byrjað fljótt

Helstu verkefni og ábyrgð
Gerð vaktarskýrslna og eftirlit með tímaskráningum
Almenn ritarastörf
Eftirlit og skráning á orlofi, vinnuskyldu og þ.h.
Greiningarvinna
Fjölbreytt verkefni sem snúa að starfsemi heimilisins
Almenn ritarastörf
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af vaktaskýrslugerð eða handbær reynsla í vaktavinnu á hjúkrunardeild kostur
Menntun sem nýtist í starfi kostur
Mjög góð tölvufærni nauðsynleg
Jákvæðni, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar
Nákvæmni og skipulagshæfni
Góð greiningarhæfni
Þekking á kjarasamningum er kostur
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
Heitur matur í hádeginu
Fjölskylduvænt og sveigjanlegt starfsumhverfi
Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing stofnuð12. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Árskógar 4, 109 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vaktaskipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.