Menningarhúsin í Kópavogi
Menningarhúsin í Kópavogi
Menningarhúsin í Kópavogi

Verkefnastjóri á Bókasafni Kópavogs

Bókasafn Kópavogs óskar tímabundið eftir öflugum einstaklingi í starf verkefnastjóra.

Bókasafn Kópavogs býður Kópavogsbúum og öðrum aðgengi að þekkingu og stuðlar að fjölbreyttri, öflugri og skipulagðri menningarstarfsemi ásamt fræðslu fyrir samfélagið í heild. Safnið hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi almenningsbókasafna í landinu hvað varðar þjónustu, safnkost og búnað og safninu starfar samheldinn og öflugur starfsmannahópur.

Safnið er hluti af menningarhúsunum í Kópavogi, sjá nánar á www.meko.is.

Um er að ræða 100% starf tímabundið til afleysinga í eitt ár og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í byrjun júlí. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Umsjón með vefsíðu safnsins og aðstoð með vefsíður annarra menningarstofnana Kópavogsbæjar.
 • Umsjón með samfélagsmiðlum safnsins, s.s. Facebook, Instagram, TikTok.
 • Umsjón með innri vef safnsins (Teams svæði).
 • Umsjón með fréttabréfi safnsins.
 • Þátttaka í markaðs- og kynningarmálum safnsins í samvinnu við aðra deildarstjóra og verkefnastjóra.
 • Vinnur náið með verkefnastjórum kynningar- og markaðsmála hjá menningarstofnunum Kópavogs (MEKÓ, situr í viðburða- og kynningarteymi MEKÓ og tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna.
 • Þátttaka í teymisvinnu innan safns sem utan.
 • Sinnir grunnstarfsemi safnsins, s.s. upplýsingamiðlun, þjónustu við lánþega og þróun verkefna.
 • Ber ábyrgð á skilgreindum sérverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af vefmálum.
 • Mjög góð kunnátta á samfélagsmiðlum skilyrði.
 • Reynsla af kynningar- og markaðsmálum kostur.
 • Almenn grunnþekking á bókmenntum.
 • Reynsla af vinnu á bókasafni og/eða í menningarmálum kostur.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti skilyrði.
 • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Færni til að vinna undir álagi, sinna mörgum verkefnum og mjög góðir skipulagshæfileikar.
 • Hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu.
 • Metnaður til árangurs og fagmennska í vinnubrögðum.
 • Jákvæðni í starfi og sveigjanleiki.
Auglýsing stofnuð4. júní 2024
Umsóknarfrestur16. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hamraborg 6A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar