Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst hefur í meira en hálfa öld menntað fólk til áhrifa og ábyrgðar í íslensku samfélagi. Háskólinn leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar og hefur verið leiðandi hér á landi í uppbyggingu og þróun stafrænnnar menntunar á háskólastigi.
Háskólinn á Bifröst

Verkefnastjóri

Háskólinn á Bifröst auglýsir stöðu verkefnastjóra til að vinna að undirbúningi að stofnun Rannsóknarseturs skapandi greina.

Hinn 10. ágúst síðastliðinn gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, forsætisráðuneytið og Háskólinn á Bifröst með sér samning um undirbúning að stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) við Háskólann á Bifröst í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Hér er auglýst eftir verkefnisstjóra til að starfa að og halda utan um undirbúninginn í samstarfi og samráði við verkefnisstjórn.

Ráðningin er tímabundin í 12 mánuði, frá og með 1. október 2021. Starfshlutfall er 70% eða samkvæmt frekara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þarfagreining og kortlagning á skapandi greinum á Íslandi.
Umsjón með undirbúningsvinnu fyrir formlega stofnun Rannsóknarseturs skapandi greina.
Samskipti við Hagstofu Íslands og aðra hagaðila um hagtölur og gögn.
Gerð kynningarefnis, miðlun og samskipti.
Almennt utanumhald um starfsemi stjórnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, svo sem menningarstjórnun, menningarhagfræði eða verkefnastjórnun.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Hæfni til að greina gögn og setja þau fram skýran hátt.
Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og sveigjanleiki.
Þekking og yfirsýn á umhverfi lista og skapandi greina er kostur.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing stofnuð23. ágúst 2021
Umsóknarfrestur7. september 2021
Starfstegund
Staðsetning
Bifröst skóli 134783, 311 Borgarnes
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.