

Verkefnastjóri
Háskólinn á Bifröst auglýsir stöðu verkefnastjóra til að vinna að undirbúningi að stofnun Rannsóknarseturs skapandi greina.
Hinn 10. ágúst síðastliðinn gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, forsætisráðuneytið og Háskólinn á Bifröst með sér samning um undirbúning að stofnun Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG) við Háskólann á Bifröst í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Hér er auglýst eftir verkefnisstjóra til að starfa að og halda utan um undirbúninginn í samstarfi og samráði við verkefnisstjórn.
Ráðningin er tímabundin í 12 mánuði, frá og með 1. október 2021. Starfshlutfall er 70% eða samkvæmt frekara samkomulagi.











