Röst sjávarrannsóknasetur
Röst sjávarrannsóknasetur
Röst sjávarrannsóknasetur

Verkefnastjóri

Röst sjávarrannsóknasetur óskar eftir drífandi verkefnastjóra sem er reiðubúinn að taka að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni sem snúa að starfsemi félagsins. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Rastar og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum.

Um er að ræða áhugavert og spennandi tækifæri til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum ásamt því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Meðal annars er boðið upp á góða starfsaðstöðu í frjóu, skapandi og alþjóðlegu starfsumhverfi.

Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfélag sem var stofnað undir hatti Carbon to Sea Initiative sem er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem er starfrækt með stuðningi góðgerðasamtaka og vísindasjóða á sviði loftslagsmála. Í samstarfi við Carbon to Sea hyggst Röst standa að rannsóknum á sviði aukinnar basavirkni sjávar (e. Ocean Alkalinity Enhancement).

Skrifstofa Rastar er í Reykjavík en meginstarfsemi og tilraunir fara fram í Hvalfirði og í Breið á Akranesi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn og utanumhald verkefna Rastar – eftirfylgni og miðlun upplýsinga um stöðu verkefna
  • Samskipti, skipulag og stuðningur við samstarfsaðila Rastar
  • Ritun greinargerða, skýrslna og fréttatilkynninga
  • Skipulagning viðburða og heimsókna erlendra samstarfsaðila
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Nám í verkefnastjórnun er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Þekking og áhugi á loftlagsmálum
  • Leiðtogahæfni, metnaður til að ná árangri í starfi og lausnamiðuð hugsun
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Góð þekking á stafrænum teymisvinnuhugbúnaði (t.d. Notion, GSuite, eða sambærilegu)
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og samstarfi
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur24. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Lækjargata 2A, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar