Advania
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað. Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Advania

Verkefna- og viðskiptastjóri veflausna

Ert þú markmiðadrifin verkefnastjóri og brennur fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri?

Við leitum að öflugum og markmiðadrifnum verkefna- og viðskiptastjóra til að stýra fjölbreyttum verkefnum innan Veflausna Advania.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem viðkomandi heldur mörgum boltum á lofti og starfar náið með starfsfólki og stjórnendum stærstu fyrirtækja landsins sem og erlendis. Við leitum að lausnamiðuðum einstakling sem brennur fyrir því að hjálpa viðskiptavinum að ná samkeppnisforskoti á sínu sviði með snjöllum tæknilausnum.

Veflausnir

Hjá okkur starfa metnaðarfullir forritarar og ráðgjafar en um er að ræða eina stærstu vefstofu landsins þar sem mikil áhersla er lögð á öguð og vönduð vinnubrögð, stöðuga endurmenntun starfsmanna og stanslaust stuð. Þannig höldum við okkur og viðskiptavinum okkar á tánum í hröðum heimi tækninnar. Við setjum viðskiptavini okkar í fyrsta sætið og hjálpum þeim að skara fram úr.

Sem verkefna- og viðskiptastjóri tryggir þú gæði, öguð og vönduð vinnubrögð og berð ábyrgð á að verkefnum sé skilað með árangursríkum hætti til viðskiptavina og aðstoðar þau við að koma augu á ný tækifæri á þeirra stafrænu vegferð.

Helstu verkefni

  • Skipulag og stjórnun minni og stærri verkefna viðskiptavina
  • Gerð verkáætlana og forgangsröðun aðgerða
  • Þarfagreiningar
  • Almenn ráðgjöf og þjónusta
  • Þátttaka í prófunum og innleiðingum á hugbúnaði

Þekking og reynsla

  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða
  • Reynsla af verkefnastjórnun í hugbúnaðarverkefnum
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Lausnamiðuð hugsun og fagleg vinnubrögð
  • Skipulags – og leiðtogahæfileikar
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og teymisvinna

Að auki er kostur ef umsækjendur búa yfir/hafi:

  • Reynsla og þekking á Agile og Scrum hugmyndafræði
  • Þekkingu á notendaupplifun og notendaviðmóti (UX/UI)

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur um menntun eða reynslu þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um. Þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Auglýsing stofnuð10. maí 2023
Umsóknarfrestur31. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.AgilePathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Notendaupplifun (UX)PathCreated with Sketch.SCRUMPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.