Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.
Slippurinn Akureyri ehf

Verkefna- og viðskiptastjóri á skipaþjónustusvið

Slippurinn Akureyri óskar eftir öflugum einstaklingi sem sinnir verkefnastjórn verkefna á vegum fyrirtækisins. Stórt tækifæri fyrir réttan einstakling hjá stærsta fyritæki landsins í viðhaldi og þjónustu skipa.

Helstu verkefni og ábyrgð
Samskipti við viðskiptavini, birgja og undirverktaka.
Kostnaðarútreikningar og tilboðsgerð.
Áætlanagerð og skipulagning verkefna.
Stýring verkefna.
Fjárhagsleg eftirfylgni og uppgjör verka.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af verkefnastjórnun eða sambærilegu starfi er kostur.
Skipulagshæfileikar.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð íslensku- og enskukunnátta.
Fríðindi í starfi
Niðurgreitt mötuneyti
Heilsustyrkur
Auglýsing stofnuð13. september 2023
Umsóknarfrestur28. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaMikil hæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.