Samband íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga

Verkefna- og kynningarstjóri Íslenska æskulýðsrannsóknin

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að verkefna- og kynningarstjóra til að sinna verkefnum tengdum fyrirlagningu og kynningu á Íslensku æskulýðsrannsókninni (ÍÆ). Í boði er fjölbreytt, áhugavert og lifandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.

Verkefna- og kynningarstjóri vinnur að verkefnum sem tengjast velferð barna og ungmenna á Íslandi og vinnur náið með Menntavísindastofnun Háskóla Íslands, sveitarfélögum landsins, mennta- og barnamálaráðuneytinu og öðrum aðilum sem tengjast ÍÆ. Verkefnið er byggt á samstarfssamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnarmálaráðuneytisins og Háskóla Íslands. Í samstarfssamningi kemur fram að hluti af vinnutíma starfsmanns verður með teymi ÍÆ sem starfar innan Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Viðkomandi verður með vinnuaðstöðu þar og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Ráðningin er til tveggja ára.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vera tengiliður og annast samskipti við sveitarfélög vegna fyrirlagna Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ).
  • Verkefnastjórn, undirbúningur og kynningar á niðurstöðum ÍÆ fyrir sveitarfélög, skóla og frístundarheimili auk annara samstarfsaðila.
  • Tengiliður Sambands íslenskra sveitarfélaga við Mennta- og barnarmálaráðuneytið og Háskóla Íslands um nýtingu gagna úr ÍÆ og samskipti við aðra samstarfsaðila.
  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast menntun og velferð barna.
  • Fylgjast með þróun og stefnu í þjónustu við börn í sveitarfélögum landsins.
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af málefnum sem snúa að velferð barna og unglinga.
  • Þekking á töl- og aðferðarfræði.
  • Lausna- og umbótamiðuð hugsun.
  • Rík samskiptahæfni, frumkvæði og drifkraftur.
  • Metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Reynsla og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku.
Fríðindi í starfi

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá sambandinu:  

  • Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður.
  • Þátttaka í teymi sérfræðinga sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga.
  • Boðið er upp á opið vinnuumhverfi.
  • Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólki fær gott svigrúm til starfsþróunar.
  • Ekki skemmir fyrir að sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
  • Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Auglýsing stofnuð22. mars 2024
Umsóknarfrestur8. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar