
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Verkamaður - Efnaeyðing
Við leitum að einstakling til að vinna við flokkun og eftirvinnslu sendinga í Terra Efnaeyðingu. Leitað er eftir duglegum og kraftmiklum liðsfélaga sem er góður í samvinnu og þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka, flokkun og meðhöndlun spilliefna og annarra úrgangsefna
- Skráning og flokkun efna
- Úrvinnsla/rúmmálsminnkun
- Þrif á athafnasvæði
- Frágangur rafgeyma og annarra flokka til útflutnings
- Ýmis tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og þjónustulund
- Góðir samskiptahæfileikar
- Íslenska- og/eða enskukunnátta
- Vinnuvélaréttindi og/eða meirapróf er kostur
Auglýsing birt8. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiStundvísiTeymisvinnaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Rafvirki í söludeild rafbúnaðar
Smith & Norland hf.

STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚSI
Bako Verslunartækni

Sumarvinna - Höfuðborgarsvæðið
Terra hf.

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Sumarstarf á Akureyri
Þór hf

Súkkulaðigerð/Chocolate making Frá 06.00-14.00
Omnom

Starfsmaður í framleiðslu og útkeyrslu
Formar ehf.

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf

Sölustarf
Remember Reykjavik

Matreiðsla og afgreiðsla
Alles

Yfirverkstjóri á Selfossi
Vegagerðin

Sölu- og þjónusturáðgjafi - Keflavík
Flügger Litir