Kerecis
Kerecis
Kerecis (www.kerecis.com) er líftæknifyrirtæki sem er frumkvöðull í notkun á roði og fitusýrum í lækningartilgangi. Vörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum og til margskonar uppbyggingar á líkamsvef. Gildi Kerecis byggja á samúð, heiðarleika og áhugasemi. Um 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sölumenn Kerecis selja vörur fyrirtækisins beint til heilbrigðisstofnana á Íslandi, á Þýskumælandi mörkuðum og Bandaríkjunum. Í öðrum heimshlutum er selt í gegnum dreifingaraðila. Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum landsins.
Kerecis

Verk- og viðhaldsstjóri

Kerecis leitar að fjölhæfum og drífandi fagmanni til þess að hafa umsjón með og taka þátt í uppbyggingu, aðlögun, breytingum og viðhaldi húsnæðis Kerecis á Ísafirði.

Um er að ræða hátæknisetrið Norðurtanga þar sem talsvert viðhald á húsnæði stendur yfir, ásamt aðstöðu félagsins í húsi Íshúsfélagsins.

Fyrirtækið hyggst einnig reisa nýja byggingu á Norðanverðum Vestfjörðum á næstunni.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða innsýn í sem flesta þætti verklegra framkvæmda, verkefnastjórnunar, og viðhalds húsnæðis.

Yfirmaður verk- og viðhaldsstjóra er deildarstjóri framleiðlutækni (PMS)

Menntunar- og hæfniskröfur
Nám í byggingariðngreinum eða a.m.k. 5 ára reynsla af sambærilegum störfum
Sjáfstæði í vinnubrögðum
Hæfni í að vinna með og verkstýra starfsmönnum
Enskukunnátta
Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
Auglýsing stofnuð16. september 2022
Umsóknarfrestur30. september 2022
Starfstegund
Staðsetning
Sundstræti 38, 400 Ísafjörður
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaGrunnhæfni
EnskaEnskaGrunnhæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.