Norconsult Ísland ehf.
Norconsult Ísland ehf.
Norconsult Ísland ehf.

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Línudeild

Norconsult leitar að metnaðarfullum Byggingar- og vélaverkfræðingum eða tæknifræðingum í hönnun og ráðgjöf á Línudeild. Línudeild Norconsult vinnur náið með öðrum línudeildum Norconsult í Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Verkefni deildarinnar felast meðal annars í hönnun á háspennulínum, gerð útboðsgagna, ráðgjöf og eftirlit á verktíma. Verkefnin eru fjölbreytt bæði innan- og utanlands. Spennandi tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ráðgjöf í tengslum við hönnun á raforkukerfum
  • Gerð útboðsgagna og verklýsinga
  • Hönnun háspennulínumastra og undirstaða
  • Ákvörðun línuleiða
  • Landlíkanagerð

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í Byggingar- eða Vélaverkfræði / Tæknifræði
  • Reynsla af hönnun stálvirkja er kostur
  • Þekking á FEM forritum er kostur
  • Þekking á AutoCAD er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í samskiptum og samvinnu í teymum
  • Þekking á norðurlandamáli er kostur

Fríðindi í starfi

Hreyfistyrkur, samgöngustyrkur, símastyrkur ásamt símaáskrift og heimanettengingu svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið er að megninu í eigu starfsmanna sinna og býðst öllum starfsmönnum árleg fríðindi til hlutabréfakaupa í fyrirtækinu á sérkjörum. Sveigjanlegur vinnutími í vinalegu umhverfi og í hjarta Kópavogs.

Norconsult á Íslandi er partur af alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki og jafnframt stærstu verkfræðistofu Noregs með yfir 6500 starfsmenn þar sem verkefnin spanna frá skipulagi innviða til verkfræði og arkitektúrs. Á Íslandi starfa um 80 manns við verkfræði og arkitektúr í gegnum dótturfélög Norconsult við innlend og erlend verkefni víðs vegar um heiminn.

Nánari upplýsingar um starfið veitir: Hjalti Helgason, Hjalti.Helgason@norconsult.com /Þorgeir Hólm Ólafsson, Thorgeir.Holm.Olafsson@norconsult.com

Auglýsing birt4. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hlíðasmári 4
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar