Elkem Ísland ehf
Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem ASA, sem er einn af helstu framleiðendum heims á kísilafurðum.
Hjá Elkem Ísland starfa að jafnaði um 170 manns og eru 85% starfsfólksins búsett í nærliggjandi sveitarfélögum. Elkem Ísland er traustur og eftirsóknarverður vinnustaður. Áherslur fyrirtækisins er að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi. Hjá Elkem starfa einstaklingar með mismunandi hæfileika, áherslur og bakgrunn og hefur það skilað Elkem góðum árangri ásamt því að styðja við gildi fyrirtækisins um stöðugar framfarir.
Elkem Ísland leggur mikla áherslu á aðbúnað starfsfólks og öryggi þess ásamt sterkri fyrirtækjamenningu, hollustu, þjálfun og fræðslu. Stór hluti starfsfólks hefur unnið hjá fyrirtækinu í yfir 20 ár og hafa nokkrir náð 40 ára starfsaldri, en þeir voru við störf þegar verksmiðjan hóf rekstur.
Fyrirtækið framleiðir kísilmálm og kísilryk úr málmgrýti og kolefni. Við framleiðsluna er notuð orka sem framleidd er með vatnsafli. Dæmi um vörur sem innihalda kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál.
Vélvirki hjá Elkem Ísland
Elkem á Íslandi óskar eftir að ráða vélvirkja til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum á tæknisviði.
Á tæknisviði er starfandi hópur faglegra og lausnamiðaðra iðnaðarmanna og sérfræðinga sem sinna viðhaldi og fjárfestingarverkefnum Elkem Ísland.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald, uppbygging, eftirlit og viðgerðir á vélbúnaði
- Fylgjast með ástandi vélbúnaðar og stýrikerfa og greina bilanir
- Vinna við fyrirbyggjandi viðhald
- Vinna samkvæmt öryggisreglum
- Samstarf við rekstrar- og tæknifólk
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða vélfræðimenntun
- Reynsla af vélvirkjastörfum
- Reynsla af vinnu hjá stóriðju æskileg
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar
- Gott skipulag og öguð vinnubrögð
- Öryggisvitund
Fríðindi í starfi
- Ferðir til og frá Akranesi og höfuðborgarsvæðinu
- Heilsueflingarstyrkur
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur7. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Enska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Grundartangi álver 133197, 301 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Viðgerðarmaður á Selfossi
Steypustöðin
Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.
Akraborg leitar að vélvirkja/iðnfræðing í fullt starf
Akraborg ehf.
Járnsmiður / Suðumaður
Jarðboranir
Bifvélavirki, skoðunarmaður
Aðalskoðun hf.
Vélvirki á vélaverkstæði Kletts í Klettagörðum 8-10
Klettur - sala og þjónusta ehf
Tengjum okkur saman - Vélstjóri/rafvirki á Blönduósi
RARIK ohf.
Vélaverk- eða tæknifræðingur
First Water
Tækjaverkstæði
Icelandair
Skoðunarmaður ökutækja á Egilsstöðum
Frumherji hf
Skoðunarmaður ökutækja í Reykjanesbæ
Frumherji hf
Sérfræðingur í loftlausnum
Klettur - sala og þjónusta ehf