Varma og Vélaverk
Varma og Vélaverk
Varma og Vélaverk

Vélstjóri/ Vélfræðingur óskast í Varma og vélaverk

Varma og vélaverk óskar eftir að ráða öflugan og sjálfstæðan einstakling til að sinna þjónustu og uppsetningu á búnaði fyrirtækisins og sölu á nýjum búnaði.

Hjá fyrirtækinu starfar samheldinn og góður hópur starfólks sem annast tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og ráðgjöf auk innflutnings og sölu á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum. Helstu viðskiptavinir eru veitur og sjávarútvegsfyrirtæki landsins og lögð er áhersla á að finna hentugar og hagstæðar lausnir fyrir viðskiptavini.

Um er að ræða góðan og áhugaverðan vinnustað sem m.a. býður upp á samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru að sjá um tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og veita ráðgjöf til viðskiptavina. 

Innflutningur á vörum og sala á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum. 

Samskipti við viðskiptavini, tilboðsgerð og eftirfylgdni

 

Menntunar- og hæfniskröfur

· Menntun á sviði vélstjórnar og vélfræði

· Reynsla sem nýtist í starfi

· Reynsla af þjónustu við sjávarútveg er kostur

· Góð samstarfs- og samskiptahæfni

· Frumkvæði og sjálfstæði

· Góð íslensku- og enskukunnátta

Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur til umhverfisvænna ferðamáta 
  • Niðurgreiddur hádegismatur 
  • Öflugt starfsmannafélag og gott félagslíf.
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Knarrarvogur 4, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar