
Ísfélag hf.
Ísfélag hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins. Félagið gerir út uppsjávarskip, frystitogara,
bolfiskskip og krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Þorlákshöfn og á Þórshöfn.

Vélstjóri í frystihús Ísfélags hf. á Þórshöfn
Í frystihúsi félagsins á Þórshöfn er rekin öflug vinnsla á uppsjávarfiski og bolfiski. Í frystihúsinu er unnin bolfiskur á milli uppsjávarvertíða. Á uppsjávarvertíðum er unnið allan sólarhringinn alla daga vikunna, en í bolfiski er unnið 8 tíma vinnudaga. Uppsjávarvertíðir eru að jafnaði samtals um 3 -5 mánuðir á ári. Auglýst er eftir vélstjóra til viðhalds og reksturs vélbúnaðar frystihússins og vinnslubúnaði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og rekstur vélbúnaðar
- Almenn vélstjórn og eftirlit með vélbúnaði
- Umsjón með frystikerfi og vinnslubúnaði
- Þátttaka í hönnun og framkvæmdum
- Þátttaka í lagerstjórnun og innkaupum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vélstjórn nauðsynleg
- Reynsla af viðhaldi ig eftirliti vélbúnaðar
- Vélstjóramenntun er æskileg
- Þrautseigja og úthald
- Sjálfstæði og hæfni í samskiptum
- Skipulagshæfileikar og snyrtimennska
- Rík ábyrgðakennd
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur30. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaValkvætt
ÍslenskaValkvætt
Staðsetning
Langanesvegur 1, 680 Þórshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Vélgæslumaður – Eftirlit og viðhald búnaðar í fyrirtæki okkar á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Vélaviðgerðir og þjónusta
CNC Ísland ehf

Dreifing á eldsneyti á norðanverðum Vestfjörðum ásamt vélaviðgerðum og þjónustu.
Vélsmiðjan Þrymur HF

Starfsmaður í fiskvinnslu - Fish Processing worker
Fiskvinnslan Drangur ehf.

Operations Engineer - Process
Climeworks

Production Surveillance Manager
Climeworks

Vélfræðingur (Service Engineer)
GEA Iceland ehf.

Flutninga- og umboðsþjónusta
Nesskip

Vélstjóri óskast á framleiðslusvið
Ölgerðin

Þjónustustjóri - Verkstæði
Tæki.is

Ert þú vélvirki / vélstjóri / pípari?
Olíudreifing þjónusta

Vélstjóri á flutningaskip
Eimskip