

Vélstjóri
Við leitum að lausnamiðuðum vélstjóra til viðhalds- og eftirlitsstarfa með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins. Jarðsjávarkerfið er mikilvægt grunnkerfi fyrirtækisins og því er um að ræða spennandi og krefjandi starf á fasteignasviði Bláa Lónsins.
Helstu verkefni
- Viðhald og eftirlit með jarðsjávarkerfi Bláa Lónsins
- Önnur tilfallandi verkefni á fasteignasviði
Hæfniskröfur
- Sveinsbréf og/eða meistarabréf í vélstjórn
- Reynsla af sambærilegum viðhaldsverkefnum er kostur
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Frumkvæði að úrbótum
- Þjónustulund og jákvæðni
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Fagmannleg og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2025
Nánari upplýsingar veitir Matthías Ásgeirsson, forstöðumaður fasteignareksturs og viðhalds, í netfangið [email protected].
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður og er lögð rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda. Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur fjölbreyttra fríðinda í starfi; aðgang að gæðamötuneyti, styrki til líkamsræktar, aðgang að Bláa Lóninu og ýmsa afslætti af vörum og þjónustu félagsins. Einnig býðst starfsfólki reglulega að nýta ýmis tilboð hjá samstarfsaðilum okkar.













