First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað
Vélstjóri
Við leitum að vélstjóra í framtíðarstarf á rekstrarsviði félagsins. Starfstöðin er á Laxabraut í Þorlákshöfn.
Viðkomandi verður ábyrgur fyrir umsjón og eftirliti með varaaflsstöðvum félagsins, eftirliti og viðhaldi á borholudælum, öðrum dælubúnaði ásamt öðrum tilfallandi verkefnum varðandi viðhald og búnaðaruppsetningu.
Í fiskeldisstöð félagsins er margvíslegur véla- og tæknibúnaður sem krefst viðhalds og þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón, prófanir og reglulegar gangsetningar á varaaflsvélum
-
Skipuleggja og sinna fyrirbyggjandi viðhaldi á dælubúnaði stöðvarinnar, þ.m.t. borholudælum, fiskflutningsdælum og öðrum búnaði.
Menntunar og hæfniskröfur
-
Vélstjórnarréttindi
-
Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
-
Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
Nánari upplýsingar veita Stefán Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, stefan@firstwater.is og Birkir Árnason, verkstjóri vélbúnaðar, birkir.arnason@firstwater.is
Umsóknafrestur er til og með 10. desember
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Laxabraut
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (8)
Akraborg leitar að vélvirkja/iðnfræðing í fullt starf
Akraborg ehf.
Yfirvélstjóri/hafnarvörður hjá Hafnasamlagi Norðurlands bs.
Hafnasamlag Norðurlands
Sérfræðingur í viðhaldsmálum
First Water
Vanur kælimaður óskast til starfa
Rafstjórn ehf
Afgreiðsla í verslun og lager
Kristján G. Gíslason
Lífland óskar eftir vélvirkja á Akureyri
Lífland ehf.
Lífland óskar eftir vélvirkja
Lífland ehf.
Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf