Veitur
Veitur
Veitur

Vélfræðingur í stjórnstöð vatnsmiðla og virkjana

Langar þig að vakta og stýra lífæðum samfélagsins, jafnvel á meðan aðrir sofa?

Við leitum að vélfræðingi í stjórnstöð sem vill vera hluti af samhentu teymi sem hefur yfirsýn yfir mikilvægustu innviði samfélagsins, allan sólarhringinn. Þú munt sinna vöktun og stjórnun hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, auk virkjana Orku náttúrunnar, og tekur þátt í þróun og mótun framtíðarkerfa í samvinnu við reyndan hóp fagfólks.

Um starfið

Í þessu fjölbreytta starfi starfar þú í stjórnstöð þar sem áhersla er lögð á rekstraröryggi og þjónustu við viðskiptavini. Starfið felur í sér 12 klst. vaktir á vaktaplani sem tryggir rekstur kerfanna allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Vinnutíminn er blanda af dag- og næturvöktum og býður upp á sveigjanleika.

  • Vöktun og stýring á hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu
  • Yfirsýn og þátttaka í rekstri virkjana Orku náttúrunnar
  • Þátttaka í þróun, umbótum og nýsköpun í stjórnstöð og kerfum
  • Samvinna við hóp fagfólks sem tryggir daglegan og öruggan rekstur kerfanna

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Er vélfræðingur
  • Hefur reynslu af vaktavinnu og vinnu undir álagi
  • Býr yfir yfirvegun og getur brugðist hratt og rétt við óvæntum aðstæðum
  • Hefur þekkingu á skjámyndakerfum og rekstri vél- og stjórnbúnaðar
  • Er lausnamiðaður, hefur gott lag á forgangsröðun og vinnur vel í teymi
  • Býr yfir góðri samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og jákvæðni
  • Hefur áhuga á nýjungum og tæknilausnum
  • Er meðvitaður um mikilvægi öryggis og hefur unnið í öflugri öryggismenningu
Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar