Akureyri
Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Verkefnastjóri skrifstofu

Velferðarsvið óskar eftir að ráða í stöðu verkefnastjóra hjá skrifstofu velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Um er að ræða dagvinnu í 91-100% starfshlutfall. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá miðjum janúar 2024 til 31. mars 2025.

Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og traustum félaga í faglegt teymi skrifstofu velferðarsviðs Akureyrarbæjar.

Erum við að leita að þér?

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Umsjón með greiðslum vegna fjárhagsaðstoðar.
 • Umsjón með greiðslum vegna fósturbarna, sumardvala og stuðningsfjölskyldna.
 • Ábyrgð á skjalavörslu sviðsins.
 • Umsjón með afhendingu skjala frá velferðarsviði.
 • Áritun reikninga.
 • Annast fundaritun fyrir Velferðarráð.
 • Vinnur önnur þau verkefni sem honum eru falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun (BA/BS) sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskipta- og rekstrarfræði.
 • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi s.s. verkefnastjórnun eða í opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Þekking á fjárhagsáætlanagerð, bókhaldskerfum og reikniforritum.
 • Þekking á lögum og reglugerðum sem varða þjónustu sviðsins.
 • Hæfni til nýsköpunar og reynsla af umbótastarfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg.
 • Reynsla í gæðastjórnun er kostur.
 • Þekking á og reynsla af þjónustuþáttum sviðsins er kostur.
 • Lipurð og jákvæðni í samskiptum, vandvirkni, samviskusemi og þagmælska.
 • Jákvætt viðhorf til fjölbreytileika einstaklinga og aðstæðna.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Góð alhliða tölvukunnátta og burðir til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
 • Jákvætt viðhorf, samstarfsvilji og samskiptafærni.
 • Vilji til þekkingarleitar, umbótahugsun og metnaður til að ná árangri í starfi m.t.t. verkefna og þróunar þeirrar þjónustu sem veitt er.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð20. nóvember 2023
Umsóknarfrestur17. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaReiprennandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar