Garðabær
Garðabær
Garðabær

Velferðarsvið Garðabæjar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa

Velferðarsvið Garðabæjar sinnir allri félagslegri þjónustu í sveitarfélaginu, sem telur um 20.000 íbúa og fer ört stækkandi. Á sviðinu er lögð áhersla á að þjónustan einkennist af fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni. Félagsráðgjafi í barnavernd vinnur að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála og í þverfaglegum teymum. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Vinna við könnun og meðferð mála samkvæmt barnaverndarlögum
 • Viðtöl, ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur
 • Skráning upplýsinga og gerð umsókna
 • Móttaka barnaverndartilkynninga og skráning
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu mála
 • Teymisfundir og aðrir fundir sem tengjast starfinu
 • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar, uppeldisráðgjafar eða fjölskyldumeðferðar er kostur
 • Þekking og reynsla af starfi í barnavernd er kostur
 • Geta til að vinna undir álagi í krefjandi starfsumhverfi
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Lausnarmiðað viðhorf og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
 • Enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Auglýsing stofnuð6. júní 2024
Umsóknarfrestur24. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar