Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu. Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.
Reykjanesbær

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða starfsfólk í dagdvalir aldraðra. Um sumarafleysingar er að ræða.

Óskað er eftir starfsmönnum í sumarafleysingar í dagdvalir aldraðra í Reykjanesbæ. Um er að ræða stöðugildi sem geta verið 80-100% í dagvinnu. Dagdvöl aldraða er rekin á Nesvöllum og í Selinu.

Markmiðið með þjónustunni er að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Starfsfólk leitast við að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umönnun
  • Félagsstarf
  • Hvatning og stuðningur

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi með öldruðum kostur
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og metnaður í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Sveigjanleiki
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur9. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Njarðarvellir 2, 260 Reykjanesbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.