Vélaverkfræðingur
Gefn óskar eftir að ráða vélaverkfræðingi, með reynslu af hönnun vélhluta og framleiðsluferla, í fullt starf.
Hjá Gefn er unnið að nýsköpun í grænni efnafræði. Við þróum og nýtum tækni til að umbreyta úrgangi og útblæstri í verðmæta efnavöru og eldsneyti. Við veitum einnig tækniþjónustu og þróum verkefni sem tengjast nýtingu tækninnar. Gefn á í samstarfi við fjölda aðila innanlands og erlendis.
Verkefni viðkomandi munu einkum fela í sér vinnu við hönnun og þróun tækjabúnaðar og efnaferla, ásamt innkaupum, eftirliti, gangsetningu og tækniþjónustu. Auk þess mun viðkomandi vinna að kostnaðar- og fýsileikagreiningum.
Starfið mun bjóða upp á góða möguleika til þróunar í starfi, virkra þátttöku í uppbyggingu félagsins og sveigjanlegan vinnutíma.
- Meistaragráða í vélaverkfræði
- A.m.k. 5-10 ára starfsreynsla
- Góð þekking og færni í hönnun vélhluta (pípulagna og tækja), þ.m.t. í gerð teikninga og líkana ásamt efnisvali
- Góð þekking á helstu hönnunarstöðlum og reglugerðum - þekking á kröfum til þrýstihylkja er nauðsynleg
- Þekking á tölulegri varma- og straumfræði (CFD) er kostur
- Reynsla af HAZOP er kostur
- Færni í ritun tæknilegra skilgreininga og leiðbeininga, innkaupum, úttektum og gangsetningu á tækjabúnaði, viðhaldi og viðhaldskerfum
- Reynsla af stjórnun verkefna
- Góð enskukunnátta í máli og riti – kunnátta í norðurlandamálum og/eða þýsku er kostur
Viðkomandi þarf að vera skipulagður, lausnamiðaður og eiga auðvelt með að vinna bæði sjálfstætt og í stærri hópi.
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Afrit af prófskírteini
- Ítarleg ferilskrá
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi
- Nöfn 1-3 meðmælenda ásamt netföngum og/eða símanúmerum þeirra