Sölustarf

Vélasalan Dugguvogur 4, 104 Reykjavík


Vélasalan óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til starfa sem sölumaður hjá fyrirtækinu.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Almenn afgreiðsla
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á vélbúnaði og tæknilausnum kostur
  • Framúrskarandi þjónustuvilji
  • Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku
  • Stundvísi, sveigjanleiki og skipulagshæfni

Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega. Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí nk.  

 

Vélasalan er leiðandi þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveg og iðnað á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 1940 og er umboðs- og þjónustufyrirtæki fyrir mörg þekkt vörumerki. Lykillinn að góðri velgengni og langlífi fyrirtækisins er vegna fagmennsku í alhliða þjónustu, viðhaldi og viðgerðum.

Markmið starfsmannastefnu Vélasölunnar er fyrst og fremst að þar vilji starfa hæfir, jákvæðir og metnaðarfullir starfsmenn sem nýta hæfileika sína til vaxtar. Vöxtur starfsmanna, liðsheildar og fyrirtækisins helst alltaf í hendur. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Auglýsing stofnuð:

12.07.2019

Staðsetning:

Dugguvogur 4, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi