Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Vélamaður í Vatnsskarðsnámu

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum vélamanni í fullt starf. Ef þú hefur gaman af því að stjórna vinnuvélum og vinnur vel undir álagi, þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Starfið felst í að stjórna stórvirkum vinnuvélum, svo sem hjólaskóflum og beltagröfum, við mokstur í mölunarsamstæður. Gott er ef viðkomandi hefur reynslu af malarvinnslu og getur unnið sjálfstætt.

Vinnutími: 07:30 til 18:00 alla virka daga með möguleika á yfirvinnu.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mokstur í brjóta og hörpur
  • Stjórnun stórra vinnuvéla
  • Mokstur á vörubíla
  • Aðstoð við viðhald á framleiðslutækjum
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stóru vinnuvélaréttindin, þ.e. hjólaskóflu, beltagröfu og jarðýtu
  • Meirapróf er kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg en ekki nauðsyn
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samviskusemi
  • Íslensku- og/eða enskukunnátta æskileg
  • Metnaður og áhugi fyrir efnisvinnslu
Fríðindi í starfi
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Námskeið og fræðsla
  • Fjölbreytt verkefni
  • Hádegismatur
Auglýsing stofnuð5. júlí 2024
Umsóknarfrestur21. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Vatnsskarðsnáma
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Vinnuvélaréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar