Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Vélamaður í brúarvinnuflokki Vík

Starf vélamanns í brúarvinnuflokki Vík er laust til umsóknar. Brúarvinnuflokkur Vík sér um viðhald brúa á suður- og austurlandi þar sem Vegagerðin er veghaldari.

Ef þú hefur áhuga á að vinna í átta manna teymi sem vinnur úti allan ársins hring við fjölbreytt brúarvinnuverkefni á fjölbreyttum stöðum á suður- og austurlandi, þá viljum við heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vélamaður stjórnar vinnuvélum vinnuflokks og getur þurft að sinna smáviðgerðum og viðhaldi á vélum. Meðal verka er einnig vinna við smíði, steypu- múr og stál og önnur störf sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans.

Starfsmenn brúarvinnuflokka vinna almennt á virkum dögum, nokkuð langa vinnudaga þar sem önnur hvor vika er styttri en hin. Þegar svo ber undir gæti þurft að vinna í 10 daga úthaldi.

Brúarvinnuflokkar eru hluti af viðbragðskerfi samfélagsins vegna náttúruhamfara og geta verið kallaðir til starfa með stuttum fyrirvara þegar brýr verða fyrir skemmdum vegna flóða. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vinnuvélaréttindi, K skilyrði
  • Meirapróf æskilegt
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Reynsla af smíði, steypu- og múrvinnu er kostur
  • Góð öryggisvitund
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Gott vald á íslensku
  • Almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Smiðjuvegur 13, 870 Vík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar