Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Vélamaður á þjónustustöð á Akureyri

Vegagerðin auglýsir laust starf vélamanns á þjónustustöðinni á Akureyri.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vélamenn sinna almennri daglegri þjónustu á vegakerfinu á starfssvæði þjónustustöðvarinnar á Akureyri, sem nær að Öxnadalsheiði í vestri, norður fyrir Siglufjörð og austur að Krossi í Ljósavatnsskarði. Meðal verka er viðhald á jarðgöngum, vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði, ásamt annarri vinnu í starfsstöð.

Vélamenn vinna á opnunartíma þjónustustöðvar en eru þar að auki á bakvöktum utan dagvinnutíma frá október-apríl, til að sinna vetrarþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Meirapróf skilyrði

·         Vinnuvélaréttindi æskilegt

·         Reynsla af sambærilegum störfum æskileg

·         Góð öryggisvitund

·         Hæfni í mannlegum samskiptum

·         Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp

·         Gott vald á íslensku

·         Almenn tölvukunnátta

Auglýsing birt28. ágúst 2024
Umsóknarfrestur16. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar