
Klaki ehf
KLAKI ehf. sérhæfir sig í hönnun og þróun á sjálfvirkum vélbúnaði og róbótum fyrir sjávarútveg, matvælaiðnað og endurvinnslu. Framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á tækjum, róbótalausnum og búnaði sem auka sjálfvirkni ásamt búnaði til framleiðslu, bæði til sjós og lands. Gæði framleiðslunnar og góð verð eru þættir sem ávallt eru hafðir í fyrirrúmi.
Vöruframboð Klaka nær allt frá smíði vinnslubúnaðar um borð í skip að róbótum í landi.
Framleiðsluvörur eru færibönd af ýmsu tagi, þar á meðal útdraganleg (telescope), lóðréttar fisklyftur, aðgerðarkerfi, lyftibúnaður, lúgulyftur, pönnuvagnar og fiskdælur ásamt stýringa. Stór hluti framleiðslunnar er framleiðsla búnaðar fyrir frystingu, þ.e. úrsláttarvélar, blokkarpressur og frystipönnur og rammar.
Klaki ehf. býður heildarlausnir vegna aðgerðarkerfa í stærri fiskiskip, þ.e. hönnun (layout), smíði og uppsetningu.
Fyrirtækið var stofnsett árið 1972. Síðan þá hefur fyrirtækið verið í stöðugri þróun með því að auka vöruúrval sitt og þjónustu.

Vélahönnuður
Klaki leitar að skapandi og metnaðarfullum vélhönnuði.
Klaki er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á tækjum, róbótalausnum og búnaði sem auka sjálfvirkni ásamt búnaði til framleiðslu, bæði til sjós og lands. Gæði framleiðslunnar og góð verð eru þættir sem ávallt eru hafðir í fyrirrúmi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vélahönnun
- Gerð smíðateikninga
- Íhlutapantanir
- Samskipti við birgja og samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði vélaverkfræði, tæknifræði, iðnfræði eða sambærilegum greinum
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Æskilegt að viðkomandi hafi starfsreynslu af hönnun í vélbúnaðar
- Reynsla í Inventor
Fríðindi í starfi
- Metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi
- Góður starfsandi
- Tækifæri til að taka þátt í mótun eigin starfsumhverfis og viðfangsefna
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnarbraut 25, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
AutoCadFrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Leitum að einstakling með reynslu af sölu og samningagerð
Ísfell

Aðstoðarverkefnastjóri / Tæknimaður á skrifstofu
Atlas Verktakar ehf

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin

Netsérfræðingur
Míla hf

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Sérfræðingur í hönnunareftirliti
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
COWI

Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?
Landsvirkjun

Viltu hámarka nýtingu orkuauðlinda okkar?
Landsvirkjun

Vélahönnuður - Sumarstarf
Klaki ehf

Stýrir þú viðhaldi?
Landsvirkjun

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis