
KAPP ehf
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
KAPP er einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar. Helstu viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, smásölu, flutningum og í almennum iðnaði.
Hjá KAPP samstæðunni starfa um 90 starfsmenn og erum við með starfsöðvar á eftirfarandi stöðum: Kópavogi, Akranesi, Þorlákshöfn, Grundarfirði og Vestmannaeyjum og Seattle, Bandaríkjunum.

Vélahönnuður
KAPP óskar eftir að ráða til framtíðarstarfa Vélahönnuð með brennandi áhuga á að taka þátt í hönnun á nýjum söluverkum, vélum og lausnum félagsins.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í aðstöðum félagsins á Akranesi. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hátæknilausnum fyrir sjávarútveg sem og aðra iðnaði. Starfið tilheyrir hönnunardeild KAPP Skagans og vinnur að lausnum er snúa að vöruflóru og -framboði félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið krefst þekkingar og reynslu úr vélahönnun úr sambærilegum iðnaði, ásamt getu til þess að geta unnið bæði sjálfstætt og í hóp.
Helstu ábyrgðarsvið sem falla undir starfið eru meðal annars;
- Hönnun á lausnum og vélum fyrir matvæla iðnað
- Vöruþróun á nýjun lausnum
- Umbætur og hönnunarbreytingar á eldri lausnum félagsins
- Gerð hönnunargagna (teikningar, verklýsingar of.l)
- Aðstoða þjónustu deild, t.d. við bilanagreiningar, gagnaöflun os.frv
- Veita þjálfun og aðstoð til viðskiptavina sem og samstarfsfélaga
- Önnur tilfallandi störf í samvinnu við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla á sviði vélahönnunar
- Reynsla á sviði vélahönnunar fyrir matvæla iðnað er mikill kostur
- Þekking á teikniforritum í bæði 2D og 3D
- Reynsla af Inventor og AutoCad er mikill kostur
- Hæfni í samskiptum og að vinna með öðrum
- Rík þjónustulund
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókatún 22-24, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf á Vestursvæði: Umsjónardeild og Þjónustudeild
Vegagerðin

Verkefnastjóri verklegra framkvæmda
Flóahreppur

Vélahönnuður - Sumarstarf
Klaki ehf

Vélahönnuður
Klaki ehf

Verkefnastjóri tækja og búnaðar - Nýr Landspítali
Nýr Landspítali ohf.

Sérfræðingur í rekstri raforkukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Planning Staff
PLAY

Sérfræðingur á sviði samgangna
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Vélstjóri
Bláa Lónið

Sérfræðingur í rekstri veitukerfa
Rio Tinto á Íslandi

Sumarstörf á Þróunarsviði
Vegagerðin

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin