Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Veistu hvers virði húsið er?

Veistu hvers virði húsið er?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu á byggingu eða hönnun húsa í teymi brunabótamats á starfsstöð okkar á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf við gerð brunabótamats og í verkefnum sem tengjast þróun verkferla, tölvukerfa og aðferða við útreikning byggingarkostnaðar. Mikil framþróun á sér stað í teyminu og krefjandi og skemmtileg verkefni framundan.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Framkvæmd kostnaðar- og brunabótamats.
 • Þátttaka í teymisvinnu við þróun verkefna teymisins.
 • Gagnasöfnun og skoðun eigna.
 • Þjónusta við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög.
 • Önnur verkefni í samráði við teymisstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Iðnmeistaragráða eða háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði er skilyrði.
 • Reynsla af mannvirkjagerð og /eða hönnun mannvirkja er kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Lipurð í teymisvinnu og samskiptum.
 • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun.
Auglýsing stofnuð27. febrúar 2024
Umsóknarfrestur19. mars 2024
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar