Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Vegglist-Leiðbeinandi

Auglýst er eftir einstakling til að leiðbeina og vinna með hópi vegglistafólks á aldrinum 18-26 ára.

Í sumar mun vegglistafólk vinna við að skapa vegglistaverk, mála og spreyja veggi og undirgöng í Kópavogi.

Starfstímabilið er 26. maí til 1. ágúst 2025. Ásamt því að taka þátt í skreytingu veggjanna er hlutverk leiðbeinanda að aðstoða og veita aðhald. Viðkomandi hefur umsjón með vinnu hópsins, listrænni framsetningu, hugmyndavinnu og sér um innkaup.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Miðla reynslu og þekkingu í vegglist.
  • Skipulag, áætlanagerð og markmiðasetning.
  • Eftirlit með vinnuframlagi, tíma- og verkáætlun vegglistamanna.
  • Skipuleggja innkaup í tengslum við vegglista verkefni.
  • Samskipti við stofnanir og fyrirtæki í bænum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Æskilegt að umsækjendur séu fæddir árið 2000 eða fyrr.
  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í vegglistagerð er skilyrði.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Góð og jákvæð samskiptahæfni. 
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hábraut 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar