Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi 7-13 í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.
Vefstjóri - tímabundið starf
Við hjá Öskju leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna tímabundið starfi vefstjóra frá mars 2025 til mars/apríl 2026. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni á áhugaverðum og spennandi bílamarkaði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón með vefsíðum Öskju og systurfélaga
- Samskipti við verktaka og birgja
- Umsjón með leitarvélabestun og vefmælingum
Við leitum að liðsfélaga með:
- Menntun í vefþróun, vefhönnun, forritun eða annað nám sem nýtist í starfi
- Þekkingu á vefkerfum og gott auga fyrir hönnun og útliti
- Færni í teymisvinnu og samstarfs- og samskiptafærni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Góða íslensku- og enskukunnátta
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Æfingaaðstaða og íþróttastyrkur
- Samkeppnishæf laun
- Reglulegir viðburðir
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur22. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)