Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli

Vatnsendaskóli leitar að kennara í hönnun og smíði

Vatnsendaskóli leitar að jákvæðum og áhugasömum kennara í hönnun og smíði.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 570 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Leitað er eftir kennara í hönnun og smíði skólaárið 2025-2026.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í hönnun og smíði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi
  • Menntun og hæfni til að kenna hönnun og smíði.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg.
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.
  • Góð íslenskukunnátta. 
Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SmíðarPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar