Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með rúmlega 600 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Starfshlutfall er 30% - 50%

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Frumkvæði og sköpunargleði

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Svanhildur Anna Gestsdóttir, forstöðumaður frístundar í síma 441 4032 og Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla í síma 441 4002.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

18.07.2019

Auglýsing stofnuð:

19.06.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi