Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.
Verkefnastjóri við þróun vatnsafls
Vatnsafl gegnir lykilhlutverki í því að gera framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun að veruleika, um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við leitum að að öflugum verkefnastjóra til að ganga í teymi þróunar vatnsafls og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum við hönnun nýrra vatnsaflsvirkjana. Teymið leiðir undirbúning og uppbyggingu nýrra virkjana og leggur fram tillögur að bættri nýtingu vatnasviða á rekstrarsvæðum Landsvirkjunar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölbreytt verkefnastjórnun við undirbúning og hönnun nýrra vatnsaflsvirkjana
- Undirbúningur vegna viðhalds á stíflumannvirkjum, vatnsvegum og öðrum mannvirkjum
- Verkefni tengd hönnunarforsendum, svo sem varðandi flóð og náttúruvá
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsnám í verkfræði
- Haldgóð reynsla og þekking sem nýtist í starfi
- Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð
- Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt1. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðVerkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Leiðtogi í rekstri upplýsingatækni og þjónustu
Landsnet hf.
Starfstækifæri hjá RUBIX á Reyðarfirði
Rubix Ísland ehf
Umbreytingarstjóri
Míla hf
Sérfræðingur á sviði fjármála og greininga
Sjúkratryggingar Íslands
Viltu leiða verkefni á byggingarsviði?
EFLA hf
Netsérfræðingur
Míla hf
Verkefnastjóri í framkvæmdadeild
Olís ehf.
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Rangárþing eystra
Verkefnastjóri innkaupa
Betri samgöngur ohf.
Iðnaðarmaður / iðnfræðingur /tæknifræðingur / verkfræðingur
Verne Global ehf.
Alþjóðleg tækifæri - viðskiptamiðaður verkefnastjóri
Landsvirkjun
Alþjóðleg tækifæri - tæknimiðaður verkefnastjóri
Landsvirkjun