NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.
NPA miðstöðin

Vantar hressa, jákvæða konu í fullt starf. Ert það þú?

Proficiency in Icelandic is a necessary requirement/Íslenskukunnátta er skilyrði

Brennur þú fyrir að aðstoða einstaklinga við að lifa sjálfstæðu lífi? Þá er ég að leita að þér!

Ég er kona á besta aldri, búsett í Kópavogi að leita eftir aðstoðarkonum 25 ára eða eldri í NPA hópinn minn. Starfið felur í sér að aðstoða mig í hverju sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags, en ég þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs og nota rafmagnshjólastól. Í frítíma mínum finnst mér gaman að fara í leikhús, bíó og tónleika. Mikill kostur ef aðstoðarkonan getur verið í fullu starfi.

Það sem ég leitast eftir í aðstoðarkonu:

  • Vera líkamlega hraustar, áreiðanlegar, jákvæðar og sveigjanlegar.
  • Geta hafið störf strax (eða sem allra fyrst).
  • Geta sinnt helstu heimilisstörfum.
  • Geta aðstoðað mig við innkaup.
  • Geta aðstoða mig við persónulegar þarfir/athafnir daglegs lífs.
  • Hafa tök á að fylgja mér á fundi, til læknis, á tónleika (eða hvað annað sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags).
  • Hafa góða íslenskukunnáttu (ég tala mjög takmarkaða ensku).
  • Hafa ökuréttindi (ég á bíl sem ég nota til persónulegra þarfa, en keyri hann ekki sjálf).

Vinnutími er eftir samkomulagi og vaktir eru í boði á öllum tímum sólarhringsins.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á npa.is

Auglýsing stofnuð13. september 2023
Umsóknarfrestur30. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.