

Vantar hressa, jákvæða konu í fullt starf. Ert það þú?
Proficiency in Icelandic is a necessary requirement/Íslenskukunnátta er skilyrði
Brennur þú fyrir að aðstoða einstaklinga við að lifa sjálfstæðu lífi? Þá er ég að leita að þér!
Ég er kona á besta aldri, búsett í Kópavogi að leita eftir aðstoðarkonum 25 ára eða eldri í NPA hópinn minn. Starfið felur í sér að aðstoða mig í hverju sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags, en ég þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs og nota rafmagnshjólastól. Í frítíma mínum finnst mér gaman að fara í leikhús, bíó og tónleika. Mikill kostur ef aðstoðarkonan getur verið í fullu starfi.
Það sem ég leitast eftir í aðstoðarkonu:
- Vera líkamlega hraustar, áreiðanlegar, jákvæðar og sveigjanlegar.
- Geta hafið störf strax (eða sem allra fyrst).
- Geta sinnt helstu heimilisstörfum.
- Geta aðstoðað mig við innkaup.
- Geta aðstoða mig við persónulegar þarfir/athafnir daglegs lífs.
- Hafa tök á að fylgja mér á fundi, til læknis, á tónleika (eða hvað annað sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags).
- Hafa góða íslenskukunnáttu (ég tala mjög takmarkaða ensku).
- Hafa ökuréttindi (ég á bíl sem ég nota til persónulegra þarfa, en keyri hann ekki sjálf).
Vinnutími er eftir samkomulagi og vaktir eru í boði á öllum tímum sólarhringsins.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á npa.is




















