Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Vaktstjóri - vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði

Hefur þú áhuga á því að hjálpa vegfarendum að komast örugglega ferðar sinnar um vegi og jarðgöng, allt árið um kring?

Vaktstöðin á Ísafirði er hluti af deildinni Vöktun og upplýsingar á þjónustusviði Vegagerðarinnar. Alls starfa um 22 vaktstjórar á vaktstöðvum á Ísafirði og í Garðabæ, á vöktum alla daga ársins.

Vaktstjórar vaktstöðva hafa jákvætt hugarfar, vinna þétt saman í aðgerðum og geta haldið ró sinni í krefjandi aðstæðum. Þau eru skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum ásamt því að búa yfir framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vaktstöð Vegagerðarinnar starfar allan sólarhringinn allt árið um kring. Þar fer fram vöktun á veðri og færð, vöktun á ástandi vega og vegbúnaðar, boðun viðbragðsaðila, samræmingu aðgerða og miðlun upplýsinga. 

Á veturna ber vaktstöð ábyrgð á samræmingu vetrarþjónustu, þar með talið boðun í vegaeftirlit, mokstur og hálkuvarnir, umferðarstýringu í óveðrum og miðlun upplýsinga um færð og ástand vega. Vaktstöð vinnur náið með upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (1777), vegaþjónustu og þjónustustöðvum Vegagerðarinnar auk verktaka um land allt, sveitarfélögum, og eftir atvikum með lögreglu og björgunarsveitum varðandi viðbragð, útköll og upplýsingagjöf. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Haldgóð reynsla og menntun sem nýtist í starfi
  • Metnaður til að veita góða þjónustu
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Góð almenn tölvufærni og færni til að vinna með tölulegar upplýsingar
  • Almenn ökuréttindi
  • Góð kunnátta á íslensku og ensku í ræðu og riti 
  • Góð kunnátta á pólsku í ræðu og riti er kostur
  • Öguð vinnubrögð, skipulagshæfni og metnaður í starfi
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sem hluti af teymi
  • Geta til að starfa undir álagi og gott almennt heilbrigði
  • Geta til að vinna á vöktum allan sólarhringinn
Auglýsing stofnuð17. apríl 2024
Umsóknarfrestur29. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
PólskaPólskaByrjandi
Staðsetning
Dagverðardalur 1, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar