
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia sér um rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar sem er einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim.
Keflavíkurflugvöllur, eða KEF er stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi. Öll vinnum við saman að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.

Vaktstjóri í bílastæðaþjónustu KEF
Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan og lausnamiðaðan leiðtoga til að sinna stjórnendahlutverki í KEF parking á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi ber ábyrgð á framgangi verkefna. Einstaklingur þarf að hafa framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfni ásamt frumkvæði til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í síbreytilegum flugrekstri.
Vinnutími er frá kl. 08:00-20:00 og unnið á 5-5-4 vöktum.
Helstu verkefni
- Umsjón með stjórnun og skipulagi deildarinnar í samráði við rekstrarstjóra
- Ber ábyrgð á þjálfun starfsfólks skv. verklagsreglum
- Daglegur undirbúningur
- Leiðbeina og þjálfa starfsfólk
- Ber ábyrgð á verkefnum vakta
- Ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, svörun tölvupósta og síma
- Almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf á beinskiptan bíl
- Lágmarksaldur 25 ára
- Góð tölvukunnátta
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Vilji til að mynda góða liðsheild
- Fagleg og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði og rík þjónustulund
- Geta til að vinna undir álagi
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli
Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur1. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiLeiðtogahæfniMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Öryggisvörður í svæðisþjónustu
Eimskip

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Skóla- og frístundaliði - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

17 ára + Pylsusali á höfuðborgarsvæðinu
Bæjarins beztu pylsur

Ísafjörður - Vaktstjóri
N1

Starf á heimili fatlaðs fólks
Garðabær

Fjölbreytt og skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Hópstjóri Farþegaþjónustu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Starfsmaður óskast í félagsmiðstöð eldri borgra Garðabæ
Garðabær

Gott starf í Keflavík fyrir 25 ára og eldri, íslenskumælandi
NPA miðstöðin

Vaktstjóri íþróttamiðstöðvarinnar í Vík
Mýrdalshreppur

Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
NPA miðstöðin