

Vaktstjórar á Selfossi
Við leitum að kraftmiklum einstaklingum með góða samskiptahæfni í störf vaktstjóra í verslun okkar á Selfossi. Í boði er fullt starf og hlutastarf. Athugið að viðkomandi aðilar hefja störf sem almennir starfsmenn en fara strax í vaktstjóraþjálfun samhliða starfinu.
Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónustulund og þarf að geta skapað og stýrt góðri liðsheild. Við leggjum áherslu á að ráða inn metnaðarfullan einstakling sem sýnir frumkvæði í starfi og hefur áhuga á að vinna sig hratt upp í skemmtilegu og hröðu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á rekstri verslunar á sinni vakt
- Ábyrgð á starfsmannahaldi á sinni vakt
- Afgreiðsla, pizza bakstur og almenn störf í verslun, meðal annars þrif
- Talning og skýrslugerð
- Leysa úr óvæntum uppákomum í daglegum rekstri verslana
- Ábyrgð á að ánægja viðskiptavina sé höfð að leiðarljósi við afgreiðslu þeirra
- Vinna markvisst að því að skapa jákvæðan starfsanda og vera fyrirmynd starfsfólks
Umsóknarfrestur er til og með 27.mars 2023 en unnið er úr umsóknum jafnóðum sem þær berast.
Nánari upplýsingar veita Eiríkur Ingi Álfhildarson svæðisstjóri, eirikur@dominos.is og Bylgja Björk Pálsdóttir mannauðsstjóri, bylgja@dominos.is











