Vottunarstofan Tún ehf.
Vottunarstofan Tún er faggild eftirlits- og vottunarstofa sem sérhæfir sig í umhverfisvottunum. Vottun lífrænna afurða, sjálfbærra sjávarafurða og sjálfbærni í ferðaþjónustu eru meginsvið okkar og þjónustum við nokkur vottunarkerfi undir hverju sviði.
Tún var stofnað árið 1994 af áhugafólki og hagsmunaaðilum um lífræna vottun á Íslandi og hefur sá drifkraftur og áhugi fyrir sjálfbærum atvinnuháttum stjórnað stefnum og rekstri Tún allar götur síðan.
Úttektaraðili vottunarkerfa
Tún leitar að verkefnastjóra og úttektaraðila fyrir vottun samkvæmt vottunarreglum fyrir
- Lífrænar afurðir og náttúruafurðir
- Marine Stewardship Council (MSC) og Aquaculture Stewardship Council (ASC) um sjálfbærni fiskistofna og rekjanleika
- Ferðaþjónustu í samræmi við Green Key, Blue Flag og Vakann
Við leitum að drífandi aðila til að slást í lið með okkur í 80-100% starfshlutfall. Fólk af öllum kynjum og uppruna er hvatt til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag og framkvæmd úttekta samkvæmt reglum og reglugerðum um vottunarkerfin
- Verkefnastjórn úttekta og samskipti við annað úttektarfólk
- Samskipti við og umsjón með viðkomandi tækninefndum vottunarkerfanna
- Samskipti við vottunarhafa, innlenda og erlenda samstarfsaðila og eigendur vottunarkerfa
- Uppbygging og viðhald núverandi vottunarkerfa Túns
- Kynningar- og þróunarstarf á vottunarkerfum Túns ásamt öflun viðskiptavina
- Viðkomandi þarf að gera ráð fyrir að þurfa að ferðast til vottunarhafa hérlends
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðeigandi háskólamenntun fyrir störfin er t.d. búvísindi, líffræði, sjávarútvegsfræði, matvælafræði, vistfræði, fiskifræði, umhverfisfræði eða sambærileg menntun.
- Almenn þekking og reynsla á gæða- og vottunarkerfum
- Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð og auga fyrir tækifærum til framfara
- Góð enskukunnátta. Færni í norrænum tungumálum er kostur
- Reynsla af eftirlits- og úttektarstörfum, svo sem stjórnun innri úttekta
- Reynsla í að halda námskeið/fyrirlestra og góð samskiptahæfni
- Áhugi á umhverfismálum og uppbyggingu vottunar sjálfbærra starfshátta á Íslandi
Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur12. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Þarabakki 3, 109 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)
Sérfræðingur í matvælaörverufræði
Matís ohf.
Náttúrufræðingur
Náttúrustofa Suðausturlands ses
Starf á sviði umhirðu og jarðsetninga
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Öryggis- og umhverfisstjóri
Norðurorka hf.
Framkvæmdastjóri, Blár Akur ehf.
Blár Akur ehf.
Batch Record Review Specialist
Alvotech hf
Starfskraftur í gæða- umhverfis- og öryggisdeild
Ístak hf