Vottunarstofan Tún ehf.
Vottunarstofan Tún ehf.
Vottunarstofan Tún ehf.

Úttektaraðili vottunarkerfa

Tún leitar að verkefnastjóra og úttektaraðila fyrir vottun samkvæmt vottunarreglum fyrir

  • Lífrænar afurðir og náttúruafurðir
  • Marine Stewardship Council (MSC) og Aquaculture Stewardship Council (ASC) um sjálfbærni fiskistofna og rekjanleika
  • Ferðaþjónustu í samræmi við Green Key, Blue Flag og Vakann

Við leitum að drífandi aðila til að slást í lið með okkur í 80-100% starfshlutfall. Fólk af öllum kynjum og uppruna er hvatt til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag og framkvæmd úttekta samkvæmt reglum og reglugerðum um vottunarkerfin
  • Verkefnastjórn úttekta og samskipti við annað úttektarfólk
  • Samskipti við og umsjón með viðkomandi tækninefndum vottunarkerfanna
  • Samskipti við vottunarhafa, innlenda og erlenda samstarfsaðila og eigendur vottunarkerfa
  • Uppbygging og viðhald núverandi vottunarkerfa Túns
  • Kynningar- og þróunarstarf á vottunarkerfum Túns ásamt öflun viðskiptavina
  • Viðkomandi þarf að gera ráð fyrir að þurfa að ferðast til vottunarhafa hérlends
Menntunar- og hæfniskröfur

Viðeigandi háskólamenntun fyrir störfin er t.d. búvísindi, líffræði, sjávarútvegsfræði, matvælafræði, vistfræði, fiskifræði, umhverfisfræði eða sambærileg menntun.

  • Almenn þekking og reynsla á gæða- og vottunarkerfum
  • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð og auga fyrir tækifærum til framfara
  • Góð enskukunnátta. Færni í norrænum tungumálum er kostur
  • Reynsla af eftirlits- og úttektarstörfum, svo sem stjórnun innri úttekta
  • Reynsla í að halda námskeið/fyrirlestra og góð samskiptahæfni
  • Áhugi á umhverfismálum og uppbyggingu vottunar sjálfbærra starfshátta á Íslandi

 

Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur12. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Þarabakki 3, 109 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar