Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund

Frístundastarf fer fram frá kl. 13:30 og stendur til kl. 16:30. Í boði eru tímavinnustörf og hlutastörf með sveigjanlegum vinnutíma eftir hádegi. Hentar vel sem aukavinna með námi. Í frístund dvelja börn frá 1.-4. bekk eftir að skóla lýkur við leik og ýmis fjölbreytt verkefni.

Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa að sveigjanlegu tómstundastarfi í teymisvinnu samkvæmt stefnu Urriðaholtsskóla og kom að uppbyggingu skólasamfélagsins. Gildi skólans eru; virðing, ábyrgð, umhverfi. Í skólanum verða yfir 600 nemendur frá leikskóla og upp grunnskólann skólaárið 2025-2026. Við skólann starfa vel yfir 150 einstaklingar sem hafa það að markmiði að mæta börnum eftir þörfum þeirra í leik og starfi og koma til móts við áhuga þeirra og þarfir. Vel er búið að börnum og fullorðnum og aðstaða góð. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.urridaholtsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd á fjölbreyttu og faglegu frístundastarfi
  • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum út frá væntingum og gildum Urriðaholtsskóla
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við annað starfsfólk skólans og aðstandendur
  • Leitast við að virkja alla nemendur óháð getu og þroska í fjölbreytt verkefni og tekur fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
  • Sinnir frágangi á starfssvæði frístundar í lok dags
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er kostur
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur25. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar