Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskóla
Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ. Auglýst er eftir leikskólakennurum til að taka þátt í að móta og byggja upp skólasamfélag þar sem áhersla er á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi. Á næsta skólaári verða um 190 leikskólabörn á 8 deildum frá eins til 5 ára.
Teymiskennsla er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
- Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð samskiptahæfni
- Reynsla af teymisvinnu æskileg
- Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Vera tilbúinn að fylgja stefnu skólans, að vinna með öðrum og um leið búa yfir frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt
*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.
Fríðindi í starfi
- Forgangur á leikskóla fyrir börn starfsmanna með lögheimili í Garðabæ og í 75% starfshlutfalli eða meira
- 40% afsláttur á leikskólagjöldum fyrir starfsmenn með lögheimili í Garðabæ
- 0,25 % stöðugildi vegna snemmtækrar íhlutunar inn á hverri deild
- 0,5% stöðugildi inn á yngstu deildir leikskóla ef fjöldi barna á aldrinum 1-2 ára eru fleiri en tíu á deild
- Hægt er að sækja um námstengda styrki til að efla faglegt leikskólastarf
- Hægt er að sækja um í þróunarsjóð leik- og grunnskóla til að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi í leikskólum
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
- Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur16. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Stuðningur
Reykjanesbær
Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Leikskólakennarar/starfsfólk
Reykjanesbær
Kennarar óskast í 6. bekk í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli
Stuðningsfulltrúar
Arnarskóli
Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Forfallakennari - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær
Forfallakennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar
Síðdegisvakt á leikskólanum Litlu Ásum við Vífilsstaði GB
Hjallastefnan