Sölustarf í verslun

Úra og skartgripaverslun Bankastræti 12, 101 Reykjavík


Leitum að góðum sölumanni

GÞ skartgripir og úr leitar af sölumanni í verslun. Starfið felst í þjónustu við viðskiptavini ásamt framsetningu og uppröðun á vörum, verðmerkingu og öðru tilfallandi. Einnig framsetning á samfélagsmiðlum og fleira.

Leitað er eftir starfskrafti í 100% vinnu

Virka daga 10-18 einnig aðra hverja helgi, Laugardag 10-18 og/eða sunnudag 11-17 eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur

Heiðarleiki, reglusemi, hreint sakavottorð
Stundvísi
Góð íslensku og ensku kunnátta
Hæfni í mannlegum samskiptum, viðkomandi þarf að vera framfærin við að þjónusta viðskiptavini
Reynsla við sölustörf er kostur
Gott auga fyrir útstillingu og framsetningu
Lágmarks tölvukunnátta (heimasíða, facebook ofl)
20 ára og eldri

 

GÞ skartgripir og úr er glæsileg úra og skartgripaverslun starfrækt síðan 1923 í miðbæ Reykjavíkur. Við leggjum áherslu á góða og vinalega þjónustu við viðskiptavini og gott úrval af innlendum og erlendum úrum og skartgripum.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn með mynd ásamt ferilskrá

Vinsamlegast ath að ekki er um sumarvinnu að ræða

Auglýsing stofnuð:

02.05.2019

Staðsetning:

Bankastræti 12, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi