

Uppeldis- og meðferðarráðgjafi á Mánabergi
Við á Mánabergi-Vistheimili barna óskum eftir því að ráða metnaðarfullan uppeldis- og meðferðarráðgjafa til liðs við okkur.
Leitum að háskólamenntuðum fagaðila í málefnum barna með áherslu á þroska og uppeldi
barna frá fæðingu til 12 ára aldurs.
Ath! Tvær stöður eru lausar:
- Fullt starf
- Fullt starf, tímabundið vegna afleysingar
Uppeldis- og meðferðarráðgjafi vinnur eftir velferðarstefnu Reykjavíkurborgar við að þjónusta börn sem vistuð eru utan heimilis á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Markmiðið er að veita börnum öryggi, umhyggju og virðingu í heimilislegu umhverfi á meðan leitað er lausna í málum þeirra. Einnig er starfað með forsjáraðilum/fjölskyldum í heild í nánu samstarfi í Greiningar- og leiðbeiningarvistun eftir tilfellum. Í starfinu er leitast við að greina styrkleika og hindranir, meta færni við dagleg verkefni, byggja upp einfalda og skýra rútínu í daglegu lífi og efla þau til virkni.
Um er að ræða tímabundna 80%- 100% stöðu og unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum.
- Hafa umsjón og yfirsýn yfir þjónustuþarfir þeirra barna sem vistuð eru í úrræðið, sjá til þess að þau hafi þann aðbúnað sem þau þurfa og veita þeim öryggi, umhyggju, virðingu og stuðning við virkni í þeirra daglega lífi.
- Taka virkan þátt í þverfaglegu samstarfi og samráði við ráðgjafa barnsins hjá Barnavernd Reykjavíkur og öðrum starfsmönnum vistunarúrræðis sem koma að máli barnsins eða fjölskyldunnar.
- Vera í virkum samskiptum við börn og foreldra, skóla, yfirmenn vinnustaða, tómstundir, heilbrigðiskerfið og aðra fagaðila sem að máli barnsins geta komið.
- Háskólamenntun á sviði uppeldis-, félags- eða heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi með börnum og foreldrum.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að miðla upplýsingum á faglegan hátt.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði í faglegum vinnubrögðum.
- Reynsla af því að vinna í teymi.
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu máli og íslensku í rituðu máli.
- Bílpróf.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags.







































