Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Umsóknir fyrir ungmenni með fötlun

Starfs – og félagsmiðstöðin Höfuð-Borgin er fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17-25 ára og er starfsemin sniðin að þörfum og getu hvers og eins.

Höfuð-Borgin er með aðsetur í Fannborg 2, 200 Kópavogi.

Í verkefnum Höfuð-Borgarinnar er lögð áhersla á hefðbundna sumarvinnu hjá Kópavogsbæ í samvinnu við ungmennin, sem aðstoðar með kynningu á almennum vinnumarkaði.

Einnig er boðið upp á faglegt og skemmtilegt félagsmiðstöðvarstarf.

Tveir valmöguleikar eru en hægt er að sækja um að fá stuðning í starfi og þá kemur stuðningur með viðkomandi í vinnu á hverjum degi. Einnig er hægt að sækja um að vera sjálfstæður í starfi og þá sjá starfsmenn Höfuð-Borgarinnar um að finna viðeigandi vinnu fyrir viðkomandi og borga laun hans, annars sér hann um sig sjálfur á vinnumarkaði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Starfstímabil er frá 2. júní – 25. júlí 2025.

Nánari upplýsingar veitir Darri Gunnarsson forstöðumaður Höfuð-Borgarinnar í gegnum tölvupóstfangið [email protected] eða símum 441-9395 / 825-5913.

Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur21. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar