Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland
Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland

Umsjónarmaður húsnæðis- og öryggismála

Listasafn Íslands auglýsir eftir umsjónarmanni húsnæðis- og öryggismála. Við leitum eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er. Um fullt stöðugildi er að ræða. Safnið er eitt af þremur höfuðsöfnum ríkisins og rekur fimm starfsstöðvar í Reykjavík. Safnhúsin eru fjögur: Aðalbygging safnsins við Fríkirkjuveg, Safnahúsið við Hverfisgötu, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Skrifstofur eru á Laufásvegi. Safnið rekur einnig fjargeymslur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með byggingum og umhverfi þeirra.

  • Umsjón og eftirlit með tæknikerfum s.s öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum.

  • Verkstjórn og utanumhald þegar kemur að sorphirðu, þrifum bygginga og viðhaldi húsbúnaðar og tækja.

  • Samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir varðandi rekstur og viðhald á byggingum safnsins.

  • Umsjón með gerð öryggisáætlana og þátttaka í stefnumótun um vistvænan rekstur.

  • Vinnur í samstarfi við starfsfólk safnsins að uppsetningu og niðurtöku sýninga og verka safnsins í opinberum stofnunum

  • Vinnur með varðveisluteymi að öryggis- og varðveislumálum.

  • Aðstoð við uppsetningu á fundarherbergjum og sölum fyrir ráðstefnur, viðburði eða almennt fundahald.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsjónarmaður þarf að vera laghentur og þarf að geta séð um tilfallandi almennt viðhald á húsum og húsbúnaði.

  • Reynsla af húsumsjón er kostur.

  • Áhugi og skilningur á myndlist er kostur.

  • Þekking á helstu hús-, öryggis- og tæknikerfum er kostur.

  • Tölvufærni er nauðsynleg.

  • Áhugi og hæfni til að leita nýrra tækifæra við þróun á rekstri safns.

  • Þjónustuhugsun, uppbyggilegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni.

  • Snyrtimennska.

  • Hreint sakavottorð.

Auglýsing birt23. júní 2025
Umsóknarfrestur26. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Grunnfærni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar