
Umsjónarmaður húsnæðis- og öryggismála
Listasafn Íslands auglýsir eftir umsjónarmanni húsnæðis- og öryggismála. Við leitum eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er. Um fullt stöðugildi er að ræða. Safnið er eitt af þremur höfuðsöfnum ríkisins og rekur fimm starfsstöðvar í Reykjavík. Safnhúsin eru fjögur: Aðalbygging safnsins við Fríkirkjuveg, Safnahúsið við Hverfisgötu, Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Skrifstofur eru á Laufásvegi. Safnið rekur einnig fjargeymslur.
-
Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með byggingum og umhverfi þeirra.
-
Umsjón og eftirlit með tæknikerfum s.s öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum.
-
Verkstjórn og utanumhald þegar kemur að sorphirðu, þrifum bygginga og viðhaldi húsbúnaðar og tækja.
-
Samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir varðandi rekstur og viðhald á byggingum safnsins.
-
Umsjón með gerð öryggisáætlana og þátttaka í stefnumótun um vistvænan rekstur.
-
Vinnur í samstarfi við starfsfólk safnsins að uppsetningu og niðurtöku sýninga og verka safnsins í opinberum stofnunum
-
Vinnur með varðveisluteymi að öryggis- og varðveislumálum.
-
Aðstoð við uppsetningu á fundarherbergjum og sölum fyrir ráðstefnur, viðburði eða almennt fundahald.
-
Umsjónarmaður þarf að vera laghentur og þarf að geta séð um tilfallandi almennt viðhald á húsum og húsbúnaði.
-
Reynsla af húsumsjón er kostur.
-
Áhugi og skilningur á myndlist er kostur.
-
Þekking á helstu hús-, öryggis- og tæknikerfum er kostur.
-
Tölvufærni er nauðsynleg.
-
Áhugi og hæfni til að leita nýrra tækifæra við þróun á rekstri safns.
-
Þjónustuhugsun, uppbyggilegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
-
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni.
-
Snyrtimennska.
-
Hreint sakavottorð.

