
Umsjónarmaður félagsaðstöðu Sjúkraliðafélags Íslands
Sjúkraliðafélag Íslands leitar að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi til starfa við félagsaðstöðu félagsins. Starfið er fjölbreytt og felur í sér umsjón með sal og aðstöðu, aðstoð við viðburði og veislur, sem og samskipti við félagsmenn og aðra gesti.
Helstu verkefni:
-
Umsjón með félagsaðstöðu, sal og búnaði
-
Aðstoð og þjónusta við viðburði og veislur
-
Frágangur og undirbúningur fyrir og eftir viðburði
-
Almenn þrif og eftirlit með birgðum (hreinlætisvörur, kaffivörur o.fl.)
-
Samskipti við leigutaka og félagsmenn
-
Gæta að hlýlegu, snyrtilegu og skipulögðu umhverfi
Við leitum að einstaklingi sem:
-
Er jákvæður, stundvís og lausnamiðaður
-
Hefur góða þjónustulund og samskiptahæfni
-
Getur unnið sjálfstætt sem og í samstarfi við aðra
-
Hefur sveigjanleika til að sinna kvöld- og helgarvinnu eftir þörfum











